Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Hrund Þórsdóttir skrifar 8. október 2014 20:00 Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“
Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43
„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07