Erlent

350 kílóa smokkfiskur rannsakaður af vísindamönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP

Vísindamenn í Nýja Sjálandi rannsökuðu 350 kílóa risa-smokkfisk í dag, sem veiddur var við Suðurskautið á um 1,6 kílómetra dýpi. Smokkfiskurinn var frystur fyrir átta mánuðum. Um er að ræða kvenkyns smokkfisk sem vísindamennirnir lýstu sem „stórum og fallegum“.

Sjaldgæft er að veiðimönnum takist að fanga risa-smokkfisk. Þekkt er að þeir reki á land en þá eru þeir yfirleitt rotnir og illa farnir.

„Þetta er einstakt tækifæri,“ sagði Kat Bolstad, sem sérhæfir sig í rannsóknum á risa-smokkfiskum.

Hún sagði líklegt að í fortíðinni hafi risa-smokkfiskar komið af stöð sögum um skrímsli í undirdjúpunum. að búrhvalir, sem éti smokkfiska, leiki sér að þeim áður en þeir éta þá. Hún telur að sjómenn hafi orðið vitni að slíkum leik og túlkað það sem bardaga á milli hvals og sjóskrímslis.

Hér að neðan má sjá myndband AP fréttaveitunnar frá rannsókn vísindamannanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.