Erlent

350 kílóa smokkfiskur rannsakaður af vísindamönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Vísindamenn í Nýja Sjálandi rannsökuðu 350 kílóa risa-smokkfisk í dag, sem veiddur var við Suðurskautið á um 1,6 kílómetra dýpi. Smokkfiskurinn var frystur fyrir átta mánuðum. Um er að ræða kvenkyns smokkfisk sem vísindamennirnir lýstu sem „stórum og fallegum“.

Sjaldgæft er að veiðimönnum takist að fanga risa-smokkfisk. Þekkt er að þeir reki á land en þá eru þeir yfirleitt rotnir og illa farnir.

„Þetta er einstakt tækifæri,“ sagði Kat Bolstad, sem sérhæfir sig í rannsóknum á risa-smokkfiskum.

Hún sagði líklegt að í fortíðinni hafi risa-smokkfiskar komið af stöð sögum um skrímsli í undirdjúpunum. að búrhvalir, sem éti smokkfiska, leiki sér að þeim áður en þeir éta þá. Hún telur að sjómenn hafi orðið vitni að slíkum leik og túlkað það sem bardaga á milli hvals og sjóskrímslis.

Hér að neðan má sjá myndband AP fréttaveitunnar frá rannsókn vísindamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×