Innlent

Breytt mynstur í Bárðarbungu?

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rauða línan táknar 25 kílómetra langan berggang sem talinn er vera að myndast undir jöklinum.
Kort frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Rauða línan táknar 25 kílómetra langan berggang sem talinn er vera að myndast undir jöklinum.
Vísbending kom fram í gær um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum í Bárðarbungu. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort þetta sé merki um að hámarki hræringanna sé náð.

Jarðvísindamenn tóku eftir því í gær á gps-mælum að færsluhreyfingar til norðvesturs stöðvuðust, sem vakti spurningar um hvort innrennsli kviku væri að minnka. Á móti kom að hreyfingar héldu áfram til suðausturs.

„Það er reyndar vísbending um aðeins breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingunum við jökuljaðarinn," segir Freysteinn. „En við þurfum að sjá hvernig það þróast betur og þar sem erfitt að túlka þetta, - þetta er langt frá, það er ákveðin óvissa, - þá er mitt mat að líklegast sé að atburðarásin sé kannski enn um sinn með svipuðum krafti og áður."

- En gæti þetta verið fyrsta vísbending um að þetta sé búið að ná hámarki?

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Raggi.
„Það er of snemmt að segja til um það. Það eru einkenni á þessari virkni að það eru sveiflur, bæði í fjölda jarðskjálfta og hvernig þessar jarðskorpuhreyfingar eru. Það er einmitt ástæða þess að það er verið að setja upp fleiri mælitæki, jarðskjálftamæla og gps-mæla, til að geta fylgst betur með þessu." 

Freysteinn segir reynsluna frá Kröflueldum þá að svona atburðir geti dregist mjög á langinn. 

„Þannig að það er ekkert á vísan að róa með það. Við verðum bara að halda viðbúnaði. Við verðum að vakta eldstöðina eins vel og hægt er og reyna að túlka jafnharðan það sem við sjáum," segir Freysteinn Sigmundsson.


Tengdar fréttir

Rýmingu lokið - TF SIF flaug yfir jökulinn

Rýmingu af hálendinu norðan Dyngjujökuls, þar sem Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi í gær, lauk upp úr miðnætti, en eitthvað á annað hundrað manns voru á svæðinu í gær. Þar á meðal voru þeir sem dvöldu í skálum í Dreka og í Kverkfjöllum. Lögregla naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið og að koma upp skiltum um lokanir á vegum.

Skjálftinn var 4,5 stig

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt.

Viðbúnaðarstig áfram appelsínugult

Ákveðið hefur verið að breyta ekki viðvörunarstigi fyrirflugmálayfirvöld vegna jarðhræringanna í og við Bárðarbungu.

Víðtækar lokanir á hálendinu

Vísindaráð almannavarna telur að að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls.

Kvika talin streyma inn í eldstöðina af miklu afli

Almannavarnir lýstu í kvöld yfir hættustigi norðan Dyngjujökuls og hafa ákveðið að hálendið þar verði rýmt. Mikið magn kviku er talið streyma upp í Bárðarbungueldstöðina.

Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna

Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar.

Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður

Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig.

Hratt kvikuflæðið á við hálfa Þjórsá

Hraunelfan sem streymir úr iðrum Bárðarbungu er að umfangi álíka og flæði hálfrar Þjórsár og hefur þegar myndað 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×