Körfubolti

Fyrrum tengdadóttir Michael Jordan spilar með Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmen Tyson-Thomas.
Carmen Tyson-Thomas. Vísir/Getty

Keflvíkingar hafa fundið sér bandarískan leikmann fyrir kvennaliðið sitt í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Fram kemur á heimasíðu Keflavíkur að Carmen Tyson-Thomas sé búin að semja við liðið.

Tyson-Thomas er 23 ára og 177 sm bakvörður sem spilaði með Syracuse-háskólanum í Bandaríkjunum. Hún var með 10,6 stig, 6,6 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 1,6 stolna bolta að meðaltali á 22,6 mínútum á lokaári sínu.

Tyson-Thomas er þó kannski þekktari á samfélagsmiðlunum fyrir annað en leik sinn með Syracuse-háskólanum því hún er fyrrum tengdadóttir Michael Jordan.

Jasmine, dóttir Michael Jordan, kom út úr skápnum fyrir ári og birti þá mynd af sér og kærustunni á Instagram eins og sjá má í þessari frétt hér. Kærastan á þeim myndum var einmitt umrædd Carmen Tyson-Thomas en samkvæmt nýjustu fréttum eru þær ekki lengur saman. Hér að neðan má sjá myndbrot með Carmen Tyson-Thomas af Instagram-síðu Jasmine Jordan.

Keflavíkurliðið er skipað mjög ungum stelpum í vetur en um miðjan september halda þær í æfingaferð til Spánar. Sigurður Ingimundarson tók við þjálfun liðsins á ný í sumar en þær urðu Íslands- og bikarmeistarar þegar hann þjálfaði þær síðast 2012-13.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.