Körfubolti

Sigrún Sjöfn til Svíþjóðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigrún Sjöfn lék vel með KR á síðustu leiktíð.
Sigrún Sjöfn lék vel með KR á síðustu leiktíð. Vísir/Stefán

Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er gengin í raðir Norrköping Dolphins frá KR. Sigrún gerði eins árs samning við sænska liðið.

Sigrún, sem er 25 ára gömul, skoraði 16,3 stig, tók 10,8 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með KR á síðasta tímabili.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigrún reynir fyrir sér í atvinnumennsku, en tímabilið 2010-2011 lék hún í Frakklandi með þriðju deildar liði Olympique Sannois Saint-Gratien.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.