Erlent

Heilt hverfi jafnað við jörðu á örskotsstundu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Stórskotaárásir Ísraelshers halda enn áfram og eykst tala látinna sífellt. Heimili þúsunda eru nú rústin ein, og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi má sjá heilt hverfi jafnað við jörðu á einungis einni klukkustund.

Að minnsta kosti fimmtán féllu og hundrað og sextíu særðust þegar Ísraelsher varpaði sprengju á götumarkað nærri Gasaborg í dag. Sprengjunni var varpað á fjölfarinn ávaxta- og grænmetismarkað í austurhluta Gasa, Shejaiya, þrátt fyrir að búið væri að lýsa yfir fjögurra klukkustunda vopnahléi.

Þá létust fimmtán til viðbótar eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu á Gasa í dag, en þúsundir höfðu þar leitað skjóls. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu fordæmdi árásina og sagði hann að Ísraelsmenn hefði vitað um flóttamennina þegar árásin var gerð.

Ísraelsmenn segja hins vegar að Hamas-liðar hafi notað bygginguna til að fela flugskeyti og sprengjuvörpur.

Að minnsta kosti tólf hundruð Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum á Gazasvæðinu í þessum mánuði og fimmtíu og fimm Ísraelsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×