Fótbolti

Kemur ungur Belgi til FH í staðinn fyrir Guðjón Árna?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Árni Antoníusson í leik með FH í vor.
Guðjón Árni Antoníusson í leik með FH í vor. Vísir/Daníel
Jonathan Hendrickx, 21 árs bakvörður frá Belgíu, er til reynslu hjá FH þessa dagana og gæti spilað með toppliði Pepsi-deildarinnar í sumar. Þetta kemur fram í frétt á fótbolti.net.

Hendrickx hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Fortuna Sittard í hollensku B-deildinni en hann hefur samkvæmt upplýsingum fótbolta.net æft með liðinu frá því fyrir helgi. hann er fæddur árið 1993 og kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Standard Liege.

Jonathan Hendrickx gæti leyst af Guðjón Árni Antoníusson sem hefur ekki getað spilað með FH-ingum síðan í maímánuði vegna höfuðmeiðsla. Guðjón Árni var ekki bjartsýnn á framhaldið í viðtali við Vísi fyrir helgi.

Jón Ragnar Jónsson og Sean Reynolds hafa báðir spilað í hægri bakverðinum síðan að Guðjón Árni datt út og það hefur ekki verið alslæm lausn enda hefur Hafnarfjarðarliðið aðeins fengið á sig 4 mörk i fyrstu 10 leikjum Pepsi-deildarinnar í ár.


Tengdar fréttir

FH-vörnin sú besta í 26 ár

FH-ingar hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu níu leikjunum í Pepsi-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×