Innlent

20 milljarðar og enginn virðisaukaskattur

Jakob Bjarnar skrifar
Sala stangveiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti á forsendum laga um fasteignaleigu.
Sala stangveiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti á forsendum laga um fasteignaleigu.
Stang­veiði í ám og vötn­um á Íslandi velt­ir tæp­lega 20 millj­örðum á ári segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. Mbl greinir frá þessu og er þar talað um að þessi atvinnugrein sé mikilvæg og skapi umtalsverðar tekjur. Jafnframt segir að mikill fjöldi erlendra gesta komi hingað til að veiða.

Stangveiði er hins vegar undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt túlkun ríkisskattstjóra með vísan til laga um fasteignaleigu. Bjarni Lárusson hjá Ríkisskattstjóra segir að þessa sé ekki beinlínis getið í lögum. „Ákvæðið hefur verið látið taka til leigu á fasteignatengdum réttindum, þar með talið er útleiga á veiðiréttindum,“ segir Bjarni en þessi túlkun var lög til grundvallar fremur snemma. (Bjarni vísar til laga um fasteignaleigu, 8. töluliður, 3. mgr, 2. gr. – lög númer 50 frá 1988 um virðisaukaskatt.)

Bjarni útskýrir að þessi sá ástæðan fyrir undanþágunni, en það sem þessi undanþága þýði er að þeir sem selja veiðileyfi þurfi ekki að innheimta virðisaukaskatt en á móti geta þeir ekki dregið frá virðisaukaskatt vegna kaupa á aðföngum í bókhaldi, „þeir hafa ekki þessar innskattsheimildir,“ segir Bjarni.

Þessi undanþága nær aðeins til útleigu á veiðiréttindum en svo gilda almennar reglur um tengda sölu á mat, gistingu og þjónustu. En, eins og stangveiðimenn þekkja er oft áskilið, þegar veiðileyfi eru seld, að slíkt sé keypt jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×