Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum systrum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Maðurinn bjó á heimili stúlknanna en hann var í sambandi með móður þeirra.
Maðurinn bjó á heimili stúlknanna en hann var í sambandi með móður þeirra. VÍSIR/VILHELM
Karlmaður, Robert Tomasz Czarny, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í gær, í Héraðsdómi Vesturlands, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum systrum. Önnur stúlkan var á aldrinum átta til þrettán ára þegar brotin áttu sér stað á árunum 2008 til 2012. Hin stúlkan var 12 ára en þau brot áttu sér stað árið 2008.

Maðurinn bjó á heimili stúlknanna en hann var í sambandi með móður þeirra.

Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi gerst sekur um alvarleg margendurtekin kynferðisbrot gegn tveimur börnum. Brotin hafi staðið yfir í langan tíma er hann dvaldi sem gestur á heimili þeirra. Maðurinn hafi nýtt sér aðstöðumun og trúnaðartraust stúlknanna og eigi sér engar málsbætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×