Erlent

12 ára stúlka varð undir vegg í skóla sínum og lést

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty

12 ára gömul stúlka lést þegar hún varð undir vegg í byggingu skólans Liberton High í Edinborg í dag. BBC greinir frá.

Slysið átti sér stað í búningsklefa skólans laust fyrir klukkan tíu að staðartíma.

Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á vettvang en var stúlkan úrskurðuð látin á staðnum.

Skólinn var byggður árið 1959 og eru alls 650 nemendur við skólann. Íþróttaaðstaðan var tekin í gegn á níunda áratug síðustu aldar.

Nemandi skólans er sagður hafa varað við óstöðugleika veggsins en kennari skólans brást við því með að segja að engin hætta væri á ferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira