Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir fjársvik í IKEA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjársvik. Mbl.is greinir frá dómnum.

Fólkið játaði brot sín við aðalmeðferð málsins á dögunum. Þau hefðu blekkt starfsmenn IKEA í Garðabæ með því að setja strikamerki af ódýrari vörum á dýrari vörum. Þau hafi svo nýtt sér skilareglur IKEA og fengið hærri fjárhærð endurgreidda fyrir vöruna en upphaflega var greidd.

Ákæruvaldið fór fram á tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel óskilorðsbundið þar sem fólkið á sakaferil að baki.

Verjandi fólksins hafði á orði fyrir dómi við aðalmeðferðina að um smávægilegt mál væri að ræða sem hefði verið blásið upp í fjölmiðlum af hendi IKEA. Upphaflega kærði IKEA fimm manns til lögreglu vegna fjársvika af þessari gerð og krafðist á fimmtu milljón króna í skaðabætur. Tvö þeirra neituðu sök við aðalmeðferðina.

Fjársvikin væri minniháttar eða á þriðja hundrað þúsund sem hefðu verið endurgreidd að öllu.


Tengdar fréttir

IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón

IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×