Ferðamenn rukkaðir hvar sem þá er að finna Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2014 11:30 Samkvæmt myndum Ómars Smára er rukkunarstaurinn víða að finna. ómar smári Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira