Viðskipti innlent

Seðlabankinn sagður hafa greitt málskostnað Más

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins greiddi Seðlabanki Íslands málskostnað Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, vegna dómsmála hans gegn bankanum. Þetta kemur fram á mbl.is.

Már fór í mál við Seðlabankann eftir að kjararáð lækkaði laun hans og annarra embættismanna sem féllu undir úrskurð nefndarinnar. Taldi hann að ráðinu væri ekki heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir að hann var skipaður í embættið.

Fyrir héraðsdómi tapaði Már, en hann áfrýjaði málinu. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Þá ákvað dómurinn að málskostnaður félli niður, sem þýðir að hvor málsaðili beri sinn málskostnað. Í frétt mbl.is segir að meginreglan sé sú að sá aðili sem vinni mál sitt fyrir dómnum fái málskostnaðinn bættan af þeim sem tapar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×