Innlent

Davíð Freyr áfram í gæsluvarðhaldi

VÍSIR/GVA
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Davíð Frey Magnússyni sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Stokkseyrarmálinu svokallaða 14. febrúar síðastliðinn.

Ríkissaksóknari fór fram á að Davíð Freyr sæti í gæsluvarðhaldi meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir eða eftir atvikum þar til dómur Hæstaréttar í málinu fellur, þó ekki lengur en til 27. júní næstkomandi. Davíð Freyr hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 22. ágúst.

Hvorki Davíð Freyr né hinir sem dæmdir voru hafa enn áfrýjað dómi héraðsdóms en þeir hafa fjórar vikur til þess eftir að dómurinn er birtur.

Davíð Freyr verður því í gæsluvarðhaldi þar til fresturinn til að áfrýja dóminum rennur út. Hafi hann ekki áfrýjað dóminum fer í afplánun strax í lok frestsins.

Í dómi Hæstaréttar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að ákærandi geti krafist þess í einu lagi að sakborningur verði úrskurðaður í gæskuvarðhald meðan á áfrýjunarfresti stendur. 


Tengdar fréttir

Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×