Körfubolti

Ingi Þór: Hardy væri með betri Könum í karladeildinni

Daníel Rúnarsson skrifar
Lele Hardy fagnar með samherjum sínum í Höllinni í dag.
Lele Hardy fagnar með samherjum sínum í Höllinni í dag. Vísir/Daníel

Lele Hardy, bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, fór á kostum í bikarúrslitaleiknum gegn Snæfelli í dag en hún skoraði 44 stig, tók 14 fráköst og stal fjórum boltum. Hún var eðlilega kjörinn besti maður leiksins.

Hardy er búinn að spila frábærlega og bjóða upp á ótrúlegar tölur síðan hún kom hingað til lands árið 2012 en hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík á fyrsta ári. Hún skorar að meðaltali 20 stig í leik og tekur 20 fráköst.

„Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni. Hún þarf að skoða sín umboðsmannamál því hún ætti fyrir löngu síðan að vera komin í miklu betri deild,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leik.

Sjálf gerði Hardy ekkert mikið úr afreki sínu í dag.

„Mér er alveg sama um hver sé mikilvægasti leikmaðurinn. Það sem skiptir mig máli er að við spiluðum eins og lið og unnum bikarinn. Allt annað skiptir ekki máli." sagði Hardy.

En hvað finnst henni um orð Inga Þórs og fleiri að hún sé mögulega of góð fyrir íslenska boltann?

„Ég verð ekki dómari í eigin sök, leyfi öðrum að tala um það. Allt getur gerst, ég hef ýmsa möguleika en ég mun bíða þangað til eftir tímabilið með að taka ákvörðun um næsta tímabil." sagði Lele Hardy.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.