Sport

Helga María í 46. sæti í stórsviginu - Erla númer 52 | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir varð í 46. sæti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og Erla Ásgeirsdóttir varð í 52. sæti í sömu grein en þetta var hennar fyrsta grein á Ólympíuleikum.

Helga María var að keppa í sinni bestu grein og hún varð tæpum tíu sekúndum á undan Erlu í markið. Besta grein Erlu er svigið og þær keppa báðar í sviginu seinna í vikunni.

Helga María kom í mark á samtals 2:51.91 mínútum og var 15.04 sekúndum á eftir gullverðlaunahafanum Tinu Maze frá Slóveníu. Helga María var með 51. besta tímann eftir fyrri ferðina en náði 46. besta tímanum í seinni ferðinni sem skilaði henni upp um fimm sæti.

Erla Ásgeirsdóttir náði einnig að hækka sig í seinni ferðinni. Erla varð í 57. sæti eftir fyrri ferðina en var með 54. besta tímann í seinni ferðinni. Það skilaði henni upp um fimm sæti og upp í sæti 52. Erla kom í mark á samtals 3:01.66 mínútum og varð 24.79 sekúndum á eftir Maze.

Það má sjá seinni ferðina hjá stelpunum í myndbandinu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Cheshire treystir sér ekki til að keppa á ÓL

Breska skíðafimikonan Rowan Cheshire hefur dregið sig úr keppninni í hálfpípu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í framhaldi af því að hún datt illa í Ólympíubrautinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×