Sport

Tapaði öllum leikjunum í riðlinum en komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lettar fagna í dag.
Lettar fagna í dag. Vísir/Getty
Lettland vann afar óvæntan sigur á Sviss í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í kvöld og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Sá háttur er hafður á keppninni í Sotsjí að öll tólf liðin komast áfram úr riðlakeppninni. Fjögur bestu liðin fara beint í 8-liða úrslitin en hin átta kepptu í dag um hin fjögur sætin í fjórðungsúrslitum.

Lettland mætti Sviss og vann afar óvænt, 3-1. Þetta var fyrsti sigur Letta síðan á leikunum í Salt Lake City árið 2002 og mæta þeir Ólympíumeisturunum frá Kanada á morgun.

Sviss fékk aðeins eitt mark á sig í allri riðlakeppninni en mátti játa sig sigrað í kvöld. Lauris Darzins skoraði tvö mörk Letta og Oskars Bartulis eitt. Martin Pluss skoraði fyrir Sviss.

Þess má geta að Sviss og Lettland voru saman í C-riðli en í leik liðanna í riðlinum hafði Sviss betur, 1-0.

Leikirnir í fjórðungsúrslitum á morgun:

Svíþjóð - Slóvenía (kl. 08.00)

Finnland - Rússland (kl. 12.30)

Kanada - Lettland (kl. 17.00)

Bandaríkin - Tékkland (kl. 17.00)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×