Vodafone rukkar fyrir niðurhal á Google og YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2014 07:00 Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone rukkar fyrir erlent niðurhal á síðum Google og YouTube. Notkun á þessum svæðum er oft á tíðum ekki skilgreind sem erlent niðurhal. Google hefur gefið netþjóna víðsvegar um heiminn og speglar sá netþjónn efni frá vefsíðum Google og Youtube. Þeir eru með íslenskar IP-tölur en fjarskiptafyrirtækin sjá um uppihald, rafmagn og gagnaflæði til og frá netþjónunum. Notkun á þessum svæðum ætti því ekki að vera skilgreind sem erlent niðurhal. Íslenskir notendur sækja efni á þessum svæðum innanlands. Um leið og einhver Íslendingur halar niður efni frá til að mynda á YouTube hefur það myndband verið vistað á umræddum netþjóni sem speglar því áfram. Vodafone hefur aftur á móti tekið þá ákvörðum að rukka sína viðskiptavini fyrir erlent niðurhal á umræddum svæðum Google og Youtube. „Allt efni sem vistað er hérlendis telst til innlends niðurhals hjá Símanum. Allt það sem sótt er utan landssteinanna er erlent. Ef vinsælt YouTube-efni er vistað innlands heyrir það til innlends niðurhals,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Vísi. „Síminn breytti ekki forsendum flokkunar milli erlends og innlends efnis til þess að geta talið Youtube-efni viðskiptavini sinna eftir að það var vistað á innlendum netþjóni. Við speglunina í maí minnkaði erlent niðurhal heimila hjá Símanum um 28%. Breytingin varð beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann.“ Fjarskiptafyrirtækið Hringdu rukkar ekki fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum líkt og Vodafone. „Hjá Hringdu höfum við verið með efnisspegla líkt og önnur fjarskiptafélög í þó nokkurn tíma til að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar, en það efni sem fer í gegnum speglana hjá Hringdu hefur ávallt verið flokkað sem innlent gagnamagn. Það er okkar álit að það sé eina rétta leiðin í meðhöndlun á því efni sem fer í speglana og munum við halda þeirri stefnu áfram,“ segir Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Hringdu, í samtali við Vísi. Það sama er upp á teninginum hjá fjarskipafyrirtækinu Tal og rukkar fyrirtækið ekki fyrir erlent niðurhal á Google og Youtube. „Niðurhal sem fer í gegnum speglunarþjónustu Google flokkast sem innlent niðurhal og eru viðskiptavinir Tals ekki rukkaðir fyrir það,“ segir Steinar Karl Kristjánsson, forstöðumaður verkefna- og tæknisvið hjá Tal, í samtali við Vísi. 365 býður einnig upp á netþjónustu og rukkar fyrirtækið ekki fyrir niðurhal á Google síðum og Youtube. Í því tilfelli styðst fyrirtækið einnig við samskonar speglun eða það sem kallast Google Cache netþjónn. Þess ber að geta að Vísir.is er í eigu 365. Af þeim fimm fjarskiptafyrirtækjum sem fréttastofa skoðaði var Vodafone eina fyrirtækið sem rukkaði fyrir erlent niðurhal á þessum svæðum. Fjarskiptafyrirtæki á borð við NOVA, sem býður upp á internetþjónustu í gegnum 3G og 4G, rukkar fyrir allt niðurhal hvort sem það er innanlands eða erlent niðurhal. Í þig tilfelli er ekki gerður greinarmunur á niðurhali yfirleitt. Þess í stað hefur Vodafone aukið innifalið gagnamagn allra netáskrifta og á sama tíma hækkar ekki verð á netþjónustu við breytinguna, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta muni stórauka erlent gagnamagn sem er innifalið í netáskriftarleiðum fyrirtækisins þann 1. febrúar. Aukningin nemur allt að 250 gígabætum, en hlutfallslega verður aukningin mest á minnstu áskriftarleiðinni. Þar mun innifalið gagnamagn fimmfaldast. Verð þjónustunnar mun haldast óbreytt. Breytingarnar eru eftirfarandi:Með þessu vill Vodafone bregðast við stóraukinni gagnamagnsnotkun viðskiptavina sinna undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur einnig tekið ákvörðun um að hækka ekki verðskrá sína vegna almennrar fjarskiptaþjónustu nú í upphafi árs og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í samfélaginu.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent