Körfubolti

Páll Axel bætti metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Páll Axel Vilbergsson hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Honum vantaði aðeins eina körfu til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem skoraði 965 þriggja stiga körfur á sínum ferli.

Þegar þetta er skrifað hefur Páll Axel sett niður þrjá þrista í leik Skallagríms gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla. Hann er því kominn með 967 þriggja stiga körfur.

„Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót," var haft eftir Páli Axeli í Fréttablaðinu í morgun.


Tengdar fréttir

Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum

Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.