Kynferðisofbeldi er hvergi og aldrei ásættanlegt! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun