Fyrirtæki í höfninni vilja olíubíla burt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. september 2013 07:00 Olíubíll og vöruflutningabíl aka frá Mýrargötu inn Geirsgötu og í átt að miðbænum. Fréttablaðið/Pjetur Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir margvíslegar brotalamir á umferðarmálum á svæðinu. Í könnununni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir kveða lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæðavanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferðin sé hræðileg, sérstaklega olíubílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á alltof miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Grandagarði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiskislóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðarmálin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíuflutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarendum,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlíku eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það er þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða að mála skrattann á vegginn.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði