Segir "galið“ að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður telur að eftirlitsiðnaðurinn hafi vaxið úr hófi fram á síðasta kjörtímabili. Framlög til Umboðsmanns skuldara voru rúmlega 1,1 milljarður króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm „Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Að forgangsraða í þágu eftirlitsiðnaðarins er röng forgangsröðun. Forgangsröðunin hjá ríkinu var galin í tíð fyrri ríkisstjórnar.“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og varaformaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór hefur látið taka saman heildarfjárframlög til eftirlitsstofnana ríkisins á síðasta kjörtímabili. Inni í tölunum eru bæði sértekjur viðkomandi stofnunar séu þær til staðar og þeir fjármunir sem hún fær frá ríkinu. Þar kemur fram að eftirlitsstofnanir ríkisins kostuðu 8,5 milljarða króna árið 2008 fjórum árum síðar hafði upphæðin hækkað í rúma 11,6 milljarða, eða um 37 prósent. Af einstökum stofnunum má nefna að útvarpsréttarnefnd sem varð fjölmiðlanefnd fékk 17,5 milljónir í upphafi kjörtímabilsins en í lok þess voru heildarframlögin orðin 38,5 milljónir, hækkunin er 120 prósent. Fjármálaeftirlitið, sem að langstærstum hluta er fjármagnað af fjármálstofnunum, fékk rúman milljarð árið 2008 en 2012 nam upphæðin rúmum 1,8 milljarði króna sem er 69 prósenta hækkun. Hækkunin til Umboðsmanns skuldara sem tók yfir verkefni Ráðgjafastofu heimilanna er langmest. Ráðgjafastofan fékk rúmar 60 milljónir króna frá ríkinu árið 2008 en í lok kjörtímabilsins fékk umboðsmaður skuldara rúman 1,1 milljarð króna, hækkunin er 1707 prósent.Guðlaugur Þór segir að hann vilji draga úr fjárstreymi til eftirlitsstofnana og hann muni leggja áherslu á það innan hagræðingarhópsins. Jafnframt ætli hann að tala fyrir sama máli innan fjárlaganefndar Alþingis og í þinginu. Hann segir að miðað við stærðina á eftirlitsiðnaðinum þá ætti til dæmis bankakerfið að vera fullkomið. Það ætti að vera komin niðurstaða í skuldamál heimilanna en það sé fjarri því að svo sé. Það sé eitthvað að kerfinu því fjármagn í það skorti ekki. Annað sem hann tekur sem dæmi er að þrátt fyrir allt eftirlit hafi fólki verið seldar kjötbökur án kjöts. „Ég vil endurskipuleggja eftirlitsiðnaðinn og ná fram hagræðingu. Við verðum að vernda heilbrigðiskerfið, menntakerfið, félagslega öryggiskerfið og löggæsluna. Um það held ég að við séum öll sammála. Í þessum geirum hefur verið mikill niðurskurður á meðan eftirlitsiðnaðurinn hefur stækkað. Það verður að forgangsraða upp á nýtt,“ segir Guðlaugur Þór. Þegar Guðlaugur er spurður hvaða stofnanir hann vilji endurskipuleggja eða lækka fjárframlög til segist hann að svo komnu máli ekki vilja nefna neina eina, það komi í ljós á síðari stigum. Í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sitja fjórir þingmenn auk embættismanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að full samstaða sé innan hópsins um að lækka framlög til eftirlitsstofnana og um að endurskipuleggja einhverjar af þeim eftirlitsstofnunum sem starfa á vegum ríkisins.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira