Lance Armstrong og ÍSÍ Birgir Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. Lance Armstrong hefur nú viðurkennt langvarandi lyfjamisnotkun. Alþjóðahjólreiðasambandinu hefur verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum ef grunur um stuðning sambandsins við hann sannast. Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands gæti verið í sömu hættu. Árið 2001 benti ég á íhlutun forystu ÍSÍ í lyfjamál og brot á alþjóðareglum. Ég veit ekki um endurbætur og tel sjálfsagt að rifja upp. Lyf eru sett á bannlista þegar þau hafa verið misnotuð til að auka árangur í keppni. Flest þessi lyf getur þurft að nota í lækningaskyni. Á listanum eru m.a. hjartalyf og insúlín. Undanþágu er hægt að fá til notkunar lyfja, jafnvel testósteróns og amfetamíns, ef ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm eru settar fram í umsókn og teknar til greina af viðkomandi læknanefnd. Astmalyf voru sett á listann 1993 en allt að 80% íþróttamanna á Ólympíuleikum þóttust þurfa þau, sem er ekki trúlegt. Í febrúar árið 2001 fannst hér astmalyf í sýni einstaklings sem við sýnistöku hafði neitað töku allra lyfja og ekki beðið um undanþágu. Við þessu var tveggja ára keppnisbann eins og á öðrum lyfjum en ákvæði um astmalyf voru sérstaklega FEITLETRUÐ í reglum Alþjóðasérsambandsins. Áfrýjun árangurslaus Á þeim tíma (en ekki lengur) var hægt að fá mildun dóms ef sannfærandi gögn væru síðar lögð fram, en það var aldrei án refsingar. Samvinna náðist ekki og því kært til Lyfjadómstóls. Eftir álit bæði þáv. og núv. forseta ÍSÍ, sem og fleiri, var sýknað og áfrýjun varð árangurslaus. Þetta fyllti mælinn í endurteknum afskiptum og undirritaður taldi sig knúinn til afsagnar með bréfi til íþróttahreyfingarinnar dags. 11. júlí 2001 með ítarlegum skýringum. Síðar sagði annar reynslumikill nefndarmaður af sér. Þetta varð frétt og varaforseti hóf blaðaskrif og ásakaði mig um vanþekkingu. Í afsögn minni benti ég á hvernig þáverandi forseti (og fl.) blandaði sér í fyrsta sinn í lyfjadómsmál. Hann hafnar því í grein í Mbl. 14. ágúst 2001. Óbein viðurkenning kemur hins vegar fram í 3. málsgrein bókunar hans á fundi framkvæmdastjórnar 16. ágúst 2001. Þar segir að hann hafi í „almennum umræðum“ leyft sér að hafa skoðun á því „að gera þurfi greinarmun í kröfugerð og viðurlögum, þegar um er að ræða annars vegar íþróttafólk sem staðið er að því að neyta lyfja, beinlínis til að bæta árangur sinn með óheiðarlegum hætti, eða hins vegar þegar um er ræða íþróttamann eða konu, sem tekur lyf eins og astmalyf vegna sjúkdóms að læknisráði.“ Þetta ítrekaði hann hátt og skýrt. Tveir stjórnarmenn tóku undir. Stjórnarmaður hefur viðurkennt að það hafi verið „hiti“ í umræðum. Sá hiti barst til Heilbrigðisráðs og nefndarmaður man vel þrýsting til að ákæra ekki sem þýddi þöggun sem nokkrir nefndarmenn vildu hlýða. Samt var kært, en undrun allra var mikil þegar dómstóllinn sýknaði. Í 6. málsgrein fyrrnefndrar bókunar þáv. forseta kemur fram að hann hafi ætlað sér einum samkvæmt „samkomulagi“ að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Viðbrögð hans koma vel fram þegar ég upplýsti að ég yrði við ósk fréttamanns um viðtal. Sannleiksástin víkur Í fundargerð framkvæmdastjórnar 16. maí 2001 undir forystu þáv. varaforseta kemur fram að ég sé óánægður með dóma í fjórum málum og segi frá áfrýjunarmöguleikum. Kemur fram að eðlilegt sé að hafa þá „samráð“ við forystu ÍSÍ. Í reglum Heilbrigðisráðs var skýrt tekið fram að það gæti áfrýjað sem var gert. Í fundargerð 21. júní er bókað að forseti harmi að ekki hafi verið haft samráð við forystu ÍSÍ eins og „samþykkt“ hafi verið! Vilja þáv. forseti og skýra betur „enga íhlutun“? Þáttur þáv. formanns viðkomandi sérsambands og núverandi formanns ÍSÍ hefur ekki áður verið skýrt settur fram en hann lýsti strax óánægju þegar honum var skýrt frá þremur málum skjólstæðinga sinna en sérstaklega aðalmálinu en afstaða hans til lyfjaeftirlits var þekkt frá 1999. Í grein í Mbl. 20. apríl 2002 heldur Lyfjadómstóll ÍSÍ því fram að aðeins undirritaður og talsmenn ákærðu hafi haft áhrif á störf eða niðurstöðu dómsins. Þar víkur sannleiksástin. Eins og ég segi í grein í Mbl. 23. apríl 2002: „Í upphafi dómhaldsins leyfði dómforseti lögfræðingi að ávarpa réttinn þó sá ætti ekki aðild að málinu.“ Þetta var þrumuræða núverandi forseta ÍSÍ gegn ákæru. Stjórnvöld eru endanlega ábyrg fyrir lyfjafræðslu og eftirliti innan síns lands. Stjórnvöld hér veita nú um 12 milljónir árlega til ÍSÍ til lyfjaeftirlits og fræðslu þ.e. um 140 milljónir frá ofannefndum tíma. Tímabært hlýtur að vera að grannskoða starfið og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Ég hélt áfram starfi í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og fjallaði m.a. um hundruð undanþágubeiðna. Mér var falið að skrifa bókarkafla og tímaritsgrein um lyfjamál. Þessari vanþekkingu minni var síðar dreift til 212 aðildarlanda sambandsins. Fv. varaforseti á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, fv. varastjórnarmaður ÍSÍ, fv. formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, fv. formaður Laganefndar ÍSÍ, fv. formaður Læknaráðs Ólympíunefndar Íslands, fv. formaður Heilbrigðisráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forseti ÍSÍ segir á vefsíðu Vísis 14. janúar að lyfjaeftirlit hér sé í góðum höndum, sem svar við grein minni í Fréttablaðinu sama dag. Ég er því ósammála og hef litla trú á lyfjaeftirliti sem möglunarlaust hlýðir afskiptasamri forystu. Lance Armstrong hefur nú viðurkennt langvarandi lyfjamisnotkun. Alþjóðahjólreiðasambandinu hefur verið hótað brottvísun frá Ólympíuleikum ef grunur um stuðning sambandsins við hann sannast. Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands gæti verið í sömu hættu. Árið 2001 benti ég á íhlutun forystu ÍSÍ í lyfjamál og brot á alþjóðareglum. Ég veit ekki um endurbætur og tel sjálfsagt að rifja upp. Lyf eru sett á bannlista þegar þau hafa verið misnotuð til að auka árangur í keppni. Flest þessi lyf getur þurft að nota í lækningaskyni. Á listanum eru m.a. hjartalyf og insúlín. Undanþágu er hægt að fá til notkunar lyfja, jafnvel testósteróns og amfetamíns, ef ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm eru settar fram í umsókn og teknar til greina af viðkomandi læknanefnd. Astmalyf voru sett á listann 1993 en allt að 80% íþróttamanna á Ólympíuleikum þóttust þurfa þau, sem er ekki trúlegt. Í febrúar árið 2001 fannst hér astmalyf í sýni einstaklings sem við sýnistöku hafði neitað töku allra lyfja og ekki beðið um undanþágu. Við þessu var tveggja ára keppnisbann eins og á öðrum lyfjum en ákvæði um astmalyf voru sérstaklega FEITLETRUÐ í reglum Alþjóðasérsambandsins. Áfrýjun árangurslaus Á þeim tíma (en ekki lengur) var hægt að fá mildun dóms ef sannfærandi gögn væru síðar lögð fram, en það var aldrei án refsingar. Samvinna náðist ekki og því kært til Lyfjadómstóls. Eftir álit bæði þáv. og núv. forseta ÍSÍ, sem og fleiri, var sýknað og áfrýjun varð árangurslaus. Þetta fyllti mælinn í endurteknum afskiptum og undirritaður taldi sig knúinn til afsagnar með bréfi til íþróttahreyfingarinnar dags. 11. júlí 2001 með ítarlegum skýringum. Síðar sagði annar reynslumikill nefndarmaður af sér. Þetta varð frétt og varaforseti hóf blaðaskrif og ásakaði mig um vanþekkingu. Í afsögn minni benti ég á hvernig þáverandi forseti (og fl.) blandaði sér í fyrsta sinn í lyfjadómsmál. Hann hafnar því í grein í Mbl. 14. ágúst 2001. Óbein viðurkenning kemur hins vegar fram í 3. málsgrein bókunar hans á fundi framkvæmdastjórnar 16. ágúst 2001. Þar segir að hann hafi í „almennum umræðum“ leyft sér að hafa skoðun á því „að gera þurfi greinarmun í kröfugerð og viðurlögum, þegar um er að ræða annars vegar íþróttafólk sem staðið er að því að neyta lyfja, beinlínis til að bæta árangur sinn með óheiðarlegum hætti, eða hins vegar þegar um er ræða íþróttamann eða konu, sem tekur lyf eins og astmalyf vegna sjúkdóms að læknisráði.“ Þetta ítrekaði hann hátt og skýrt. Tveir stjórnarmenn tóku undir. Stjórnarmaður hefur viðurkennt að það hafi verið „hiti“ í umræðum. Sá hiti barst til Heilbrigðisráðs og nefndarmaður man vel þrýsting til að ákæra ekki sem þýddi þöggun sem nokkrir nefndarmenn vildu hlýða. Samt var kært, en undrun allra var mikil þegar dómstóllinn sýknaði. Í 6. málsgrein fyrrnefndrar bókunar þáv. forseta kemur fram að hann hafi ætlað sér einum samkvæmt „samkomulagi“ að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Viðbrögð hans koma vel fram þegar ég upplýsti að ég yrði við ósk fréttamanns um viðtal. Sannleiksástin víkur Í fundargerð framkvæmdastjórnar 16. maí 2001 undir forystu þáv. varaforseta kemur fram að ég sé óánægður með dóma í fjórum málum og segi frá áfrýjunarmöguleikum. Kemur fram að eðlilegt sé að hafa þá „samráð“ við forystu ÍSÍ. Í reglum Heilbrigðisráðs var skýrt tekið fram að það gæti áfrýjað sem var gert. Í fundargerð 21. júní er bókað að forseti harmi að ekki hafi verið haft samráð við forystu ÍSÍ eins og „samþykkt“ hafi verið! Vilja þáv. forseti og skýra betur „enga íhlutun“? Þáttur þáv. formanns viðkomandi sérsambands og núverandi formanns ÍSÍ hefur ekki áður verið skýrt settur fram en hann lýsti strax óánægju þegar honum var skýrt frá þremur málum skjólstæðinga sinna en sérstaklega aðalmálinu en afstaða hans til lyfjaeftirlits var þekkt frá 1999. Í grein í Mbl. 20. apríl 2002 heldur Lyfjadómstóll ÍSÍ því fram að aðeins undirritaður og talsmenn ákærðu hafi haft áhrif á störf eða niðurstöðu dómsins. Þar víkur sannleiksástin. Eins og ég segi í grein í Mbl. 23. apríl 2002: „Í upphafi dómhaldsins leyfði dómforseti lögfræðingi að ávarpa réttinn þó sá ætti ekki aðild að málinu.“ Þetta var þrumuræða núverandi forseta ÍSÍ gegn ákæru. Stjórnvöld eru endanlega ábyrg fyrir lyfjafræðslu og eftirliti innan síns lands. Stjórnvöld hér veita nú um 12 milljónir árlega til ÍSÍ til lyfjaeftirlits og fræðslu þ.e. um 140 milljónir frá ofannefndum tíma. Tímabært hlýtur að vera að grannskoða starfið og athuga hversu mörg mál hafa verið þögguð niður eða dómum hagrætt í samræmi við „vel heppnaða“ fyrri starfshætti. Ég hélt áfram starfi í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og fjallaði m.a. um hundruð undanþágubeiðna. Mér var falið að skrifa bókarkafla og tímaritsgrein um lyfjamál. Þessari vanþekkingu minni var síðar dreift til 212 aðildarlanda sambandsins. Fv. varaforseti á mikið verk fyrir höndum að leiðrétta. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum, fv. varastjórnarmaður ÍSÍ, fv. formaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, fv. formaður Laganefndar ÍSÍ, fv. formaður Læknaráðs Ólympíunefndar Íslands, fv. formaður Heilbrigðisráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar