Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Gleðidagur Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttablaðið/valli Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir