Innlent

Ingó biðst afsökunar á klámvísu

Haukur Viðar Alfreðsson og Kristján Hjálmarsson skrifar
Ingó er sársvekktur út í sjálfan sig fyrir klámvísuna.
Ingó er sársvekktur út í sjálfan sig fyrir klámvísuna.
„Þetta var algjör dómgreindarbrestur hjá mér. Ég var að syngja þetta lag og af gömlum vana setti ég inn þetta orð sem ég átti ekki að gera. Ég bið alla sem voru þarna afsökunar - mér finnst þetta afar leiðinlegt,“ segir söngvarinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó úr Veðurguðunum.

Eins og fram kom á Vísi í morgun var Ingó að skemmta á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Þar söng hann klúra útgáfu af laginu Hókí pókí sem féll ekki í kramið hjá gestunum. Í laginu söng hann meðal annars:

„Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.“

Díana Hafsteinsdóttir eitt foreldranna sem var á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, sagði að foreldrarnir hafi verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun.

„Ég fattaði þetta sjálfur um leið og ég lét orðið út úr mér. Ég hefði betur sleppt því. Maður segir ekki svona á barnaskemmtun - og eiginlega ekki á fullorðinsskemmtun heldur. Þetta er einhver gamall afskræmdur texti,“ segir Ingó svekktur útí sjálfan sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×