Körfubolti

Tók 24 fráköst en var samt ekki frákastahæstur í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Björn Pétursson (númer 15) fagnar sæti í Domnios-deildinni síðasta vor með félögum sínum í Val.
Birgir Björn Pétursson (númer 15) fagnar sæti í Domnios-deildinni síðasta vor með félögum sínum í Val. Mynd/Heimasíða Vals

Valsmennirnir Birgir Björn Pétursson og Chris Woods voru í miklum ham í gærkvöldi þegar Valsliðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Valur vann þá 97-89 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í sjöttu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Saman tóku Birgir og Woods 49 fráköst í leiknum þar af 27 þeirra í sókn. Allt Þórsliðið var með 35 fráköst þar af 27 þeirra undir sinni eigin körfu. Valsliðið vann fráköstin því með 32 sem eru mögnuð tölfræði.

Fyrir vikið tók Valsliðið 104 skot á móti "aðeins" 68 skotum Þórsara og það dugði ekki Þorlákshafnarbúum að hitta betur (44 prósent á móti 38 prósent) eða að fá 14 fleiri víti (32 á móti 18).

Birgir og Woods komu sér með þessu fyrir í tveimur efstu sætunum yfir flest fráköst í einum leik í Dominos-deild karla í körfubolta en enginn leikmaður hefur tekið fleiri fráköst í einum leik en þeir tveir í Vodafone-höllinni í gær.

Birgir og Woods voru báðir með tröllatvennu í leiknum. Birgir var með 23 stig og 25 fráköst en Woods tók 24 fráköst og skoraði 30 stig. Þeir skoruðu saman 25 tveggja stiga körfur og flestar þeirra eftir sóknarfráköst.

Flest fráköst í einum leik í Dominos-deild karla í vetur:
25 - Birgir Björn Pétursson, Val (Valur - Þór Þ., 14-11-2013)
24 - Chris Woods, Val (Valur - Þór Þ., 14-11-2013)
22 - Pavel Ermolinskij, KR (Snæfell - KR, 24-10-2013)
21 - Michael Craion, Keflavík (Valur - Keflavík, 31-10-2013)
21 - Chris Woods, Val (Grindavík - Valur, 24-10-2013)
19 - Chris Woods, Val (Valur - Njarðvík, 17-10-2013)
18 - Terrence Watson, Haukum (Haukar - Grindavík, 18-10-2013)
18 - Terrence Watson, Haukum (Stjarnan - Haukar, 07-11-2013)
17 - Terrence Watson, Haukum (Haukar - Valur, 11-10-2013)
16 - Nemanja Sovic, Þór Þ. (Keflavík - Þór Þ., 07-11-2013)
16 - Nemanja Sovic, Þór Þ. (Þór Þ. - Njarðvík, 10-11-2013)    
16 - Nigel Moore, Njarðvík (Njarðvík - Keflavík, 28-10-2013)
16 - Pavel Ermolinskij, KR (KR - Njarðvík, 14-11-2013)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.