„Íslendingar mættu alveg vera reiðari“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2013 22:47 Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, segir fólk úr alls kyns stöðum í þjóðfélaginu fá reiðiköst og þurfa að leita sér hjálpar. „Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar. Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Það eru sko engir ræflar sem mæta á þessi námskeið en þetta eru heldur ekkert eintómar Soffíur frænkur,“ segir Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur, sem heldur námskeið í reiðistjórnun. „Sumir halda þegar þeir heyra um þessi námskeið að þeir verði algjörir aumingjar eftir námskeiðið og láti alla vaða yfir sig. En þannig er það ekki. Við erum að þjálfa ákveðni í staðinn fyrir yfirgang.“ Elsa Bára segir alveg eðlilegt að Íslendingar séu stundum reiðir á þeim tímum sem við lifum á. „Margir Íslendingar eru undir miklu álagi. Þeir hafa áhyggjur, búa við mikla streitu og finnast á sér brotið. Ég er eiginlega samt hálf hissa hvað fólk virðist lítið reitt. Við megum alveg vera reið en það skiptir mjög miklu máli hvernig við sýnum það. Það er alltof algengt að við tökum reiðina út á röngum aðilum.“ Elsa Bára hefur haldið námskeið í reiðistjórnun um árabil og segir hún alls konar fólk mæta á námskeiðið. Þetta er bæði fólk sem gengur vel og er í góðum stöðum, námsmenn og fólk í atvinnurekstri og einnig fólk sem hefur komist í kast við lögin vegna reiðistjórnunarvanda. „Það er alveg magnað hvað þátttakendur geta átt margt sameiginlegt þrátt fyrir gjörólíkan bakgrunn. Þeir eiga yfirleitt sameiginlegt að lenda í alvarlegum árekstrum vegna reiðikasta og hefur mögulega misst frá sér maka, vini eða atvinnu vegna þess.“ Á námskeiðinu kennir Elsa Bára fólki að kynnast eigin vanda betur, þekkja merkin um að það sé að reiðast og þannig geta gripið inn í áður en það gerir eða segir eitthvað sem ekki er aftur tekið. En hún segir reiðina vera eðlilega tilfinningu sem er nauðsynleg hverjum manni. „Reiði hjálpar okkur að vita hvenær okkur er misboðið, þegar gengið er á rétt okkar eða þegar okkur er ógnað. Þetta er nauðsynleg tilfinning sem þó er gott að kunna að hafa stjórn á.“ Á Facebook-síðunni Reiðistjórnun má finna upplýsingar um næstu námskeið og fá nánari upplýsingar.
Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“