Erlent

Evrópuþingið vill banna mentólsígarettur eftir fimm ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins láta tæplega 700 þúsund Evrópubúa lífið af völdum reykinga og fylgikvilla þeirra á ári hverju.
Að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins láta tæplega 700 þúsund Evrópubúa lífið af völdum reykinga og fylgikvilla þeirra á ári hverju.
Evrópuþingið samþykkti í dag að hefja ferli um strangari reglugerð um tóbaksnotkun. Þá verða mentólsígarettur bannaðar eftir fimm ár og verða svokallaðar rafrettur ekki flokkaðar sem lyf eins og lagt hafði verið til.

Mjórri og lengri sígarettur, svokallaðar „slims“, verða ekki bannaðar en smápakkningar með tíu sígarettum verða bannaðar, en þær hafa notið vinsælda meðal ungs fólks. Þá var samþykkt að að aðvörunarmerkingar á sígarettupökkun muni þekja 65 prósent yfirborðs pakkninganna.

Næsta skref verður að komast að samkomulagi við yfirvöld í hverju aðildarríki Evrópusambandsins áður en úrskurður þingsins verður að lögum.

Að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins láta tæplega 700 þúsund Evrópubúa lífið af völdum reykinga og fylgikvilla þeirra á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×