Lífið

Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni en hátíðinni lauk við hátíðlega athöfn nú í kvöld. Verðlaunin fékk Benedikt fyrir kvikmynd sína, Hross í oss, og hlaut hann að launum 50.000 evrur í verðlaunafé. Benedikt deilir verðlaunafénum með spænskum dreifiaðila en það þýðir jafnframt að kvikmyndinni hefur verið tryggð dreifing á Spáni. 

Íslenska sjónvarps- og kvikmyndaakademían tilkynnti nýverið að Hross í oss yrði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2013 en einnig mun myndin taka þátt á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó sem fram fer dagana 17. - 25. október.

Bæði San Sebastian kvikmyndahátíðin og alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tókýó flokkast undir svokallaðar "A" hátíðir, en þær eru einungis 14 talsins í heiminum.


 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×