Nú er hægt að fá sálfræðimeðferð í gegnum tölvur Hrund Þórsdóttir skrifar 8. september 2013 18:45 Fjóla Dögg Helgadóttir, doktor í sálfræði, hefur búið til forrit sem veitir hugræna atferlismeðferð. Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira