Lífið

Lét sérsauma á sig brúðarkjólinn

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/einkasafn
„Dagurinn var yndislegur og við Atli erum ótrúlega hamingjusöm og þakklát.  Fjölskyldan og vinirnar gerðu daginn ógleymanlegan," segir  Ragnheiður Ragnarsdóttir, sunddrottning með meiru, þegar við heyrum í henni hljóðið en hún gekk að eiga unnusta sinn og barnsföður, viðskiptafræðinginn Atla Bjarnason, í Dómkirkjunni um helgina.

Séra Hjálmar Jónsson gifti Röggu og Atla. Hér yfirgefa hjónin Dómkirkjuna.
Pantaði kjólinn frá Kína

„Ég pantaði kjólinn frá Kína. Ég lét bara sauma hann á mig og er ótrúlega ánægð með hann. Sérstaklega þar sem litli kúturinn okkar er ekki nema 4 mánaða gamall en ég valdi mér hann svona hlýralausan svo ég gæti auðveldlega gefið honum og svona. Ég hefði örugglega valið mér aðeins öðruvísi kjól ef ég væri ekki með barn á brjósti," segir hún spurð út í stórglæsilega brúðarkjólinn.

Veislan var haldin heima hjá foreldrum Röggu en síðan var dansað fram á rauða nótt heima hjá foreldrum Atla.
Yndisleg mynd af fallegum brúðhjónum.
Takið eftir hvað brúðarvöndur Röggu er fallegur.
Örvar í Kökuhúsinu gerði þessa brúðkaupstertu. Þær gerast ekki fallegri.
Skemmtileg mynd vægast sagt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×