Körfubolti

Pálína vann þrettán titla á sex tímabilum í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Pálína Gunnlaugsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með Keflavík í kvennakörfunni en félagið tilkynnti í gær að ekki hafi náðst samningar um framlengingu á samningi við fyrirliða kvennaliðsins. Pálína mun því spila með öðru liði á næsta tímabili í Iceland Express deild kvenna.

Pálína kláraði sitt sjötta tímabil með Keflavík sem tvöfaldur meistari auk þess að vera kosin besti leikmaður ársins og besti varnarmaðurinn. Hún var fyrirliði liðsins og lyfti Íslandsbikarnum í fyrsta sinn sem fyrirliði.

Pálína vann alls þrettán titla á sex tímabilum sínum í Keflavík þar af varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hún vann einnig fyrirtækjabikarinn þrisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrisvar sinnum og varð meistari meistaranna tvisvar.

Pálína fékk auk þess tíu stór einstaklingsverðlun því hún var þrisvar kosin besti leikmaður ársins, þrisvar var hún kosin besti varnarmaðurinn og Pálína var síðan fjórum sinnum valin í úrvalslið tímabilsins.

Keflavík fékk einnig sjö silfurverðlaun á tíma Pálínu með kvennaliðinu og Pálína átti því þátt í að koma með tuttugu verðlaun á Sunnubrautina á þessum sex tímabilum - þrettán gull og sjö silfur.

Pálína Gunnlaugsdóttir og titlar hennar í Keflavík:

2007-2008 (4)

Íslandsmeistari

Fyrirtækjabikarmeistari

Deildarmeistari

Meistari meistaranna

Leikmaður ársins

Besti varnarmaður ársins

2008-2009 (2)

Fyrirtækjameistari

Meistari meistaranna

2. sæti í bikar

2. sæti í deild

2009-2010 (0)

Var í barnsburðarleyfi hluta af tímabilinu

2. sæti í bikar

2010-2011 (3)

Íslandsmeistari

Bikarmeistari

Deildarmeistari

2. sæti í deild

2011-2012 (1)

Deildarmeistari

2. sæti í fyrirtækjabikar

2. sæti í meistarakeppni KKÍ

Leikmaður ársins

Besti varnarmaður ársins

2012-2013 (3)

Íslandsmeistari

Bikarmeistari

Deildarmeistari

2. sæti í fyrirtækjabikar

Leikmaður ársins

Besti varnarmaður ársins

Samanlagt:

Íslandsmeistari - 3 sinnum (2008, 2011, 2013)

Bikarmeistari - 2 sinnum (2011, 2013)

Fyrirtækjabikarmeistari - 3 sinnum (2008, 2009, 2011)

Deildarmeistari - 3 sinnum (2008, 2012, 2013)

Meistari meistaranna - 2 sinnum (2008, 2009)

Leikmaður ársins- 3 sinnum (2008, 2012, 2013)

Besti varnarmaður ársins- 3 sinnum (2008, 2011, 2013)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×