Innlent

Sigmundur Davíð stoppaður á 106 kílómetra hraða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigmundur talaði í símann á meðan lögreglan spjallaði við Jóhannes.
Sigmundur talaði í símann á meðan lögreglan spjallaði við Jóhannes. Mynd/Viðskiptablaðið

Ljósmyndari Viðskiptablaðsins náði ljósmynd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og aðstoðarmanni hans á leiðinni heim frá blaðamannafundinum á Laugavatni í morgun, þar sem lögregla hafði stöðvað þá vegna hraðaksturs.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, var undir stýri og segist hafa verið á 106 kílómetra hraða. Hann segist þó ekki vita hversu há sektin verði.

„Það er nú ekki mikið held ég, kannski 30 þúsund,“ segir Jóhannes, sem segist ætla að greiða sektina sjálfur.

„Já já að sjálfsögðu geri ég það. Það var ég sem ók.“

Jóhannes þurfti að fara í lögreglubifreiðina og spjalla við lögreglu, en á meðan sat Sigmundur í farþegasæti bílsins og talaði í símann.

En skammaði Sigmundur Jóhannes fyrir glannaskapinn?

„Nei hann gerði það nú ekki. En hann hafði orð á því að þetta væri óheppilegt.“

Hér má sjá frétt Viðskiptablaðsins í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×