Körfubolti

Litli bróðir fagnaði líka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjörnustrákarnir hlaupa sigurhringinn.
Stjörnustrákarnir hlaupa sigurhringinn.
Dagur Kár og Daði Lár Jónssynir fögnuðu með Stjörnumönnum þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla á föstudagskvöldið.

Um helgina var hins vegar komið að yngri bróður þeirra, Dúa Þór, að fagna sigri. Dúi og félagar hans í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar í minnibolta ellefu ára eftir sigur á spræku liði Þórs frá Akureyri í úrslitaleik.

Dagur Kár, Daði Lár og Dúi Þór eiga ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana. Jón Kr. Gíslason, föður drengjanna, þekkja allir enda einn af bestu körfuboltamönnum sem Ísland hefur alið.

Jón Kr. Gíslason, spilandi þjálfari Keflavíkur, ásamt Guðjóni Skúlasyni með Íslandsmeistaratitilinn 1993.Brynjar Gauti Sveinsson
Móðir bræðranna, Auður Sigurðardóttir, hefur séð ófáa körfuboltaleikina enda eru skilaboðin einföld á Fésbókarsíðu hennar:

„Basketball never stops"

Dagur Kár og Daði Lár.
Hér að neðan má sjá myndband af tilþrifum Dúa Þórs (í treyju númer ellefu) og Stjörnustrákanna í úrslitaleiknum gegn Þór. Snorri Örn Arnaldsson á heiðurinn af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×