Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi Boði Logason skrifar 27. febrúar 2013 10:51 Frá Samfésballi í Laugardalshöll. Mynd/365 "Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira