Innlent

Flugdólgurinn vekur heimsathygli

BBI skrifar
Íslenskur flugdólgur hefur nú ratað í heimspressuna og er ein mest lesna fréttin á ófáum fréttaveitum víðsvegar um heiminn eftir að hann var með óspektir í flugvél og var keflaður harkalega niður í sætið sitt í kjölfarið.

Með fréttinni fylgir iðulega myndin sem sést hér að ofan þar sem flugdólgurinn hefur verið afgreiddur og reyrður rækilega niður í sætið sitt. Meðferðin sem flugdólgurinn hefur hlotið á myndinni vekur sitt á hvað óhug eða aðdáun lesenda sem hafa ekki hikað við að lýsa skoðunum sínum á útreiðinni sem hann hefur fengið.

Þetta er annar dagurinn í röð sem Ísland vermir sæti í mest lesnu fréttum heimsins. Í gær vakti barátta íslenskrar stúlku fyrir nafninu Blær athygli á mörgum fréttamiðlum og í dag er það flugdólgurinn sem kemst í fréttirnar, en umræddur flugdólgur er íslenskur maður á fimmtugsaldri.

Hér að neðan má sjá lista yfir fjölmiðla sem hafa fjallað um málið. Listinn er ekki tæmandi.

CBS fjallaði um flugdólginn.

New York Post fjallaði um flugdólginn.

Fox fjallaði um flugdólginn.

The Daily mail fjallaði um flugdólginn.

The Business insider fjallaði um flugdólginn.

Huffington Post fjallaði um flugdólginn.

Mirror fjallaði um flugdólginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×