Viðskipti innlent

Seðlabankinn skoði kjör slitastjórnar

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Seðlabankinn skoðar nú hvort hann geti gert athugasemdir við kjör slitastjórnar Glitnis. Kröfuhafar ákveða kjörin og bankinn er einn þeirra. Fjármálaráðherra ræddi við seðlabankastjóra í gær um málið, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Líkt og fram hefur komið fékk slitastjórnin 348 milljónir króna í laun á síðasta ári.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði Jóhönnu út í laun slitastjórnarinnar. „Eru slitastjórnir og skilanefndir ríki í ríkinu sem ráða sér sjálf og við höfum ekkert yfir að segja?"

Jóhanna sagði málið hafa verið tekið upp nokkrum sinnum í ríkisstjórn, nú síðast fyrir stuttu.

„Þá fjölluðum við um málið og ákváðum að fjármálaráðherra færi þess á leit við Seðlabankann að hann nýtti rétt sinn sem kröfuhafi til að gera athugasemdir við þessi yfirgengilegu ofurlaun slitastjórna. Mér finnst eðlilegt að Seðlabankinn sem er þarna með kröfur geri það."

Jóhanna sagði að sér ofbyðu kjörin og þau væru hneykslunarefni. „Því miður er þetta í höndum kröfuhafanna og þykja víst ekki há laun á mælikvarða erlendis þó að okkur þyki þetta algjörlega yfirgengilegt." Launin lendi þó ekki á skattgreiðendum.- kóp





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×