Innlent

Sparibankinn leitar erlends fjármagns

Ingólfur H. Ingólfsson
Ingólfur H. Ingólfsson
Aðstandendur Sparibankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjármögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans.

„Við höfum um talsverða hríð leitað að fjármagni hér innanlands en það hefur reynst árangurslaust hver svo sem ástæðan fyrir því er. Við hófum því leit að erlendum fjárfestum og eigum nú í viðræðum við slíka aðila," segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi og stjórnarformaður bankans.

Ingólfur segir ekki hægt að upplýsa um það hverja nákvæmlega bankinn á í viðræðum við þar sem gerð hafi verið gagnkvæm trúnaðaryfirlýsing. „Ég get hins vegar sagt að við höfum gefið okkur ákveðinn tíma í þessar viðræður og ef þetta gengur upp þá kynnum við það kannski um mitt sumar," segir Ingólfur.

Sparibankinn byggir á þýskri fyrirmynd, en samkvæmt vefsíðu bankans mun hann fylgja samfélagslega ábyrgri útlánastefnu og hvetja viðskiptavini sína til sparnaðar og eignauppbyggingar. Stefnt var að því að hefja rekstur á fyrri hluta þessa árs en að sögn Ingólfs er enginn tímarammi um opnun nú meðan fjármögnun er ólokið.- mþl



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×