Erlent

Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn

Mynd/AFP

Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun. Fólkið krafðist einnig að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu en í ávarpi í gær sagði Obama að yfirvöld yrðu að skera upp herör gegn byssuglæpum.



Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Hann er einnig grunaður um að hafa skotið móður sína, sem var leikskólakennari, til bana áður en hann ók á bíl hennar í skólann.



Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Adam hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn.


Tengdar fréttir

Ávarp Obama: "Lífið blasti við þeim“

Barack Obama, Bandaríkjaforseta, ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir stuttu. Tilefnið var skotárás í grunnskóla í vesturhluta Connecticut-ríkis þar sem 27 hið minnsta féllu, þar af 18 börn.

Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown

Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×