Erlent

Breivik ætlar ekki að áfrýja

Breivik við þingfestingu málsins.
Breivik við þingfestingu málsins.
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik ætlar ekki að áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í lok ágúst vegna hryðjuverkanna í miðborg Oslóar og Útey síðasta sumar.

Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út klukkan tíu í kvöld en Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, staðfesti við fjölmiðla eftir hádegi í dag skjólstæðingur sinn væri ákveðinn í því að áfrýja dómnum ekki.

„Það er enginn vafi um það að réttarhöldunum vegna árásanna er nú lokið," sagði Geir.

Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi, með möguleika á að framlengja fangelsisvist hans þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×