Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 13:15 Mynd/Jean Didier Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira