Handbolti

Sigurbergur Sveinsson í Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sigurbergur Sveinsson hefur gert tveggja ára samning við deildarmeistara Hauka. Hann lék síðast með RTV 1879 Basel í Sviss.

Sigurbergur er landsliðsmaður í handbolta og hefur einnig spilað í Þýskalandi. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, staðfesti komu hans í samtali við fréttastofu.

Hann lék síðast með Haukum árið 2010 en hélt þá til Þýskalands og gekk til liðs við DHC Rheinland. Hann skipti svo yfir í Hannover-Burgdorf á miðju tímabili.

Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir Hauka sem urðu efstir í deildakeppni N1-deilar karla í vetur. Haukar töpuðu svo fyrir verðandi Íslandsmeisturum HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×