Sport

Afturelding komin í úrslit í blaki kvenna í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Velina Apostolova Aftureldingu smassar á móti hávörn Þróttar í kvöld.
Velina Apostolova Aftureldingu smassar á móti hávörn Þróttar í kvöld.

Afturelding tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna eftir sigur á Þróttur Reykjavík í oddaleik að Varmá í kvöld. Fyrir leikinn hafði hvort lið sigrað einn leik og því var þetta hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti núverandi Íslandsmeisturum í Þrótti Neskaupsstað.

Afturelding byrjaði af krafti í fyrstu hrinu og náði 10-0 forystu áður en Þróttur svaraði fyrir sig. Afturelding vann fyrstu hrinuna sannfærandi 25-13. Aðra hrinu vann Afturelding einnig sannfærandi 25-12. Þróttarar vöknuðu svo heldur betur til lífsins í þriðju hrinu þar sem jafnt var á öllum tölum en Afturelding náði svo að síga framúr í lokin og klára hrinuna 25-20 og leikinn þar með 3-0.

Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Zaharina Filipova með 13 stig og Miglena Apostolova með 11 stig. Stigahæstar í liði Þróttar R voru Fjóla Rut Svavarsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Natalía Rava allar með 6 stig.

Afturelding og Þróttur Nes munu því berjast um Íslandsmeistaratitilinn og munu spila að Varmá föstudaginn 20.apríl og á Neskaupsstað sunnudaginn 22.apríl. Þriðji leikur ef þarf verður að Varmá miðvikudag 25.apríl.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.