Viðskipti erlent

Bilið milli ríkra og fátækra eykst í Danmörku

Bilið milli ríkra og fátækra í Danmörku hefur aukist verulega á undanförnum þremur áratugum.

Árstekjur þeirra ríkustu eru nú að meðaltali 6,5 sinnum hærri en hjá meðallaunamanni í Danmörku samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vegum dönsku verkalýðsfélaganna. Árið 1985 voru þessar tekjur hinna ríku 4 sinnum hærri en hjá meðallaunamanninum.

Munurinn hefur farið vaxandi á síðustu árum. Þannig voru ráðstöfnunartekjur hinna ríku um 750.000 danskar krónur, eða um 17 milljónir króna, árið 2010 og hækkuðu um 17% það ár. Hinsvegar hækkuðu tekjurnar aðeins um 3,5% hjá meðallaunamanninum árið 2010.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×