Tap sjóðanna gæti orðið mun meira 7. febrúar 2012 09:49 Tap íslenskra lífeyrissjóða vegna gjaldmiðlavarnarsamninga gæti orðið rúmlega 70 milljarðar króna eftir skuldajöfnun ef ýtrustu kröfur þrotabúa föllnu bankanna verða samþykktar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Tap sjóðanna vegna samninganna er í dag bókfært á 36,4 milljarða króna samkvæmt skýrslu úttektarnefndar sem birt var síðastliðinn föstudag. Ýtrustu kröfur þrotabúanna ganga út á að samningarnir verða gerðir upp á því sem gengi sem var á íslensku krónunni á uppgjörsdegi þeirra. Þeir uppgjörsdagar voru allir löngu eftir að íslenska krónan hrundi og því mjög óhagstæðir lífeyrissjóðunum.Tóku stöðu með krónunni Íslensku lífeyrissjóðirnir gerðu tugmilljarða króna gjaldmiðlavarnarsamninga við Landsbankann, Kaupþing og Glitni fyrir bankahrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að þeir hafi verið stærstu seljendur erlendrar myntar framvirkt á árinu 2008. Alls var staða samninganna 2,2 milljarðar evra við bankahrun. Umfang þeirra hafði þá rúmlega tvöfaldast á einu ári. Lífeyrissjóðirnir tóku því stöðu með krónunni, sem þýddi að þeir högnuðust ef hún styrktist. Krónan veiktist gríðarlega í efnahagshruninu og mikil tapstaða skapaðist á samningum sjóðanna. Við það vildu sjóðirnir ekki sætta sig, meðal annars vegna þess að þeir telja að sumir bankanna hafi misnotað gjaldeyrismarkaðinn í upphafi árs 2008 til að fella krónuna. Því lýstu þeir kröfum vegna gjaldmiðlavarnarsamninganna í bú bankanna á genginu 126,5, sem er meðaltal gengis íslensku krónunnar í janúar og febrúar 2008, en þeir ætla að misnotkunin hafi hafist í mars. Þessum kröfum var hafnað. Vegna deilna sem uppi hafa verið um uppgjör samninganna hafa lífeyrissjóðirnir bókfært þá í bókum sínum líkt og þeir hafi verið gerðir upp á gengisvísitölunni 175. Þrotabúin vilja hins vegar gera upp samningana miðað við þá gengisvísitölu sem var á uppgjörsdegi samninganna. Eftir bankahrun hefur hún verið vel yfir 200. Deilurnar snúast líka um hvernig lífeyrissjóðir geta notað skuldabréf sem þeir eiga á bankana til skuldajöfnunar.Búið að semja við Landsbankann Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á starfsemi íslenskra lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins er tap þeirra 36,4 milljarðar króna. Þá er búið að taka tillit til skuldajöfnunar, en án hennar stendur skuldin í 63,2 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þær tölur miða við að samningarnir séu gerðir upp á genginu 175. Þá er búið að draga frá þann kostnað sem lífeyrissjóðirnir bera vegna fullnaðaruppgjörs þrettán þeirra við þrotabú Landsbankans sem tilkynnt var um í júlí síðastliðnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að í því uppgjöri hafi falist að samningarnir hafi verið gerðir upp með 21 milljarðs króna tapi fyrir lífeyrissjóðina. Á móti því tapi var samið um skuldajöfnun upp á um 11 milljarða króna og því var hreint tap sjóðanna þrettán um tíu milljarðar króna. Engir fyrirvarar eru í samkomulaginu við Landsbankann um að það verði endurskoðað komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að gera eigi samningana upp á annan hátt. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræður hefðu hafist að nýju við þrotabú Kaupþings og Glitnis í kjölfar þess að það náðist að semja við Landsbankann. Þær höfðu þá legið niðri um nokkurn tíma. "Viðræður snúast um að ná sameiginlegri lendingu um hvernig eigi að gera þessa samninga upp. Það tókst að ná samkomulagi við Landsbankann eftir gríðarlega vinnu. Þær viðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2009." Mesta óvissan í eignasafni íslenskra lífeyrissjóða í dag snýst um uppgjör á gjaldmiðlavarnarsamningum við þrotabú föllnu bankanna. Þar gætu aukið tap, eða ágóði, hlaupið á tugum milljarða króna. Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tap íslenskra lífeyrissjóða vegna gjaldmiðlavarnarsamninga gæti orðið rúmlega 70 milljarðar króna eftir skuldajöfnun ef ýtrustu kröfur þrotabúa föllnu bankanna verða samþykktar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Tap sjóðanna vegna samninganna er í dag bókfært á 36,4 milljarða króna samkvæmt skýrslu úttektarnefndar sem birt var síðastliðinn föstudag. Ýtrustu kröfur þrotabúanna ganga út á að samningarnir verða gerðir upp á því sem gengi sem var á íslensku krónunni á uppgjörsdegi þeirra. Þeir uppgjörsdagar voru allir löngu eftir að íslenska krónan hrundi og því mjög óhagstæðir lífeyrissjóðunum.Tóku stöðu með krónunni Íslensku lífeyrissjóðirnir gerðu tugmilljarða króna gjaldmiðlavarnarsamninga við Landsbankann, Kaupþing og Glitni fyrir bankahrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að þeir hafi verið stærstu seljendur erlendrar myntar framvirkt á árinu 2008. Alls var staða samninganna 2,2 milljarðar evra við bankahrun. Umfang þeirra hafði þá rúmlega tvöfaldast á einu ári. Lífeyrissjóðirnir tóku því stöðu með krónunni, sem þýddi að þeir högnuðust ef hún styrktist. Krónan veiktist gríðarlega í efnahagshruninu og mikil tapstaða skapaðist á samningum sjóðanna. Við það vildu sjóðirnir ekki sætta sig, meðal annars vegna þess að þeir telja að sumir bankanna hafi misnotað gjaldeyrismarkaðinn í upphafi árs 2008 til að fella krónuna. Því lýstu þeir kröfum vegna gjaldmiðlavarnarsamninganna í bú bankanna á genginu 126,5, sem er meðaltal gengis íslensku krónunnar í janúar og febrúar 2008, en þeir ætla að misnotkunin hafi hafist í mars. Þessum kröfum var hafnað. Vegna deilna sem uppi hafa verið um uppgjör samninganna hafa lífeyrissjóðirnir bókfært þá í bókum sínum líkt og þeir hafi verið gerðir upp á gengisvísitölunni 175. Þrotabúin vilja hins vegar gera upp samningana miðað við þá gengisvísitölu sem var á uppgjörsdegi samninganna. Eftir bankahrun hefur hún verið vel yfir 200. Deilurnar snúast líka um hvernig lífeyrissjóðir geta notað skuldabréf sem þeir eiga á bankana til skuldajöfnunar.Búið að semja við Landsbankann Samkvæmt skýrslu úttektarnefndar á starfsemi íslenskra lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins er tap þeirra 36,4 milljarðar króna. Þá er búið að taka tillit til skuldajöfnunar, en án hennar stendur skuldin í 63,2 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þær tölur miða við að samningarnir séu gerðir upp á genginu 175. Þá er búið að draga frá þann kostnað sem lífeyrissjóðirnir bera vegna fullnaðaruppgjörs þrettán þeirra við þrotabú Landsbankans sem tilkynnt var um í júlí síðastliðnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að í því uppgjöri hafi falist að samningarnir hafi verið gerðir upp með 21 milljarðs króna tapi fyrir lífeyrissjóðina. Á móti því tapi var samið um skuldajöfnun upp á um 11 milljarða króna og því var hreint tap sjóðanna þrettán um tíu milljarðar króna. Engir fyrirvarar eru í samkomulaginu við Landsbankann um að það verði endurskoðað komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að gera eigi samningana upp á annan hátt. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræður hefðu hafist að nýju við þrotabú Kaupþings og Glitnis í kjölfar þess að það náðist að semja við Landsbankann. Þær höfðu þá legið niðri um nokkurn tíma. "Viðræður snúast um að ná sameiginlegri lendingu um hvernig eigi að gera þessa samninga upp. Það tókst að ná samkomulagi við Landsbankann eftir gríðarlega vinnu. Þær viðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2009." Mesta óvissan í eignasafni íslenskra lífeyrissjóða í dag snýst um uppgjör á gjaldmiðlavarnarsamningum við þrotabú föllnu bankanna. Þar gætu aukið tap, eða ágóði, hlaupið á tugum milljarða króna.
Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira