Jacques Chirac fær tveggja ára dóm 16. desember 2011 01:00 Jacques Chirac Forsetinn fyrrverandi í bíl sínum þegar mál á hendur honum var dómtekið í mars.Nordicphotos/AFP Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir fjárdrátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsuveill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafnframt borgarstjóri í París. Chirac tók ekki þátt í réttarhöldunum eftir að læknar sögðu hann plagaðan af alvarlegum minnisglöpum og var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í gær. Hann hefur hins vegar oft vísað ásökunum á hendur sér á bug. Í dómnum er Chirac sagður sekur um að hafa búið til gervistörf innan stjórnmálaflokks síns og að hafa með því dregið flokknum opinbert fé, brugðist trausti almennings og átt þátt í ólöglegum hagsmunatengslum. Chirac er í hópi tíu manna sem sóttir voru til saka fyrir pólitíska spillingu. Hann var ekki lögsóttur fyrr vegna þess að árin 1995 til 2007 naut hann friðhelgi sem forseti Frakklands. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til aldurs, heilsufars og stöðu Chiracs. Lögmaður Chiracs segir að farið verði vandlega yfir dóminn áður en tekin verður ákvörðun um hvort honum verður áfrýjað. - óká Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir fjárdrátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsuveill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafnframt borgarstjóri í París. Chirac tók ekki þátt í réttarhöldunum eftir að læknar sögðu hann plagaðan af alvarlegum minnisglöpum og var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í gær. Hann hefur hins vegar oft vísað ásökunum á hendur sér á bug. Í dómnum er Chirac sagður sekur um að hafa búið til gervistörf innan stjórnmálaflokks síns og að hafa með því dregið flokknum opinbert fé, brugðist trausti almennings og átt þátt í ólöglegum hagsmunatengslum. Chirac er í hópi tíu manna sem sóttir voru til saka fyrir pólitíska spillingu. Hann var ekki lögsóttur fyrr vegna þess að árin 1995 til 2007 naut hann friðhelgi sem forseti Frakklands. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til aldurs, heilsufars og stöðu Chiracs. Lögmaður Chiracs segir að farið verði vandlega yfir dóminn áður en tekin verður ákvörðun um hvort honum verður áfrýjað. - óká
Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira