Skemmtigarður fyrir börnin 7. júlí 2011 07:00 Hrefna Björk Sverrisdóttir og Bjarni Sigurðsson opna skemmtigarð fyrir börnin. Mynd/Valli „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. Ævintýragarðurinn er skemmtigarður fyrir börnin í bland við kaffihús fyrir foreldrana. „Okkur fannst vanta eitthvað í líkingu við þetta hingað heim til Íslands. Athvarf þar sem bæði foreldranir og börnin geta skemmt sér saman óháð veðri, enda er varla hægt að reiða sig á það hér á Íslandi,“ segir Hrefna Björk en þetta er í fyrsta sinn sem hún og Bjarni fara í rekstur á borð við þennan. Hrefna hefur verið að sjá um framleiðslu á gamanþáttum Steinda JR og Bjarni er gítarleikari rokksveitarinnar Mínus. „Við sérpöntuðum flott leiktæki frá Kína og erum með leiksvæði fyrir alla aldurshópa.“ Staðurinn skiptist í leiksvæði fyrir krakkana með hoppukastala, rennibrautum, boltalandi og fleiri leiktækjum. Einnig er kaffihús þar sem foreldrarnir geta slappað af og vafrað á netinu og 70 fm leiksvæði þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti foreldranna. Í Ævintýragarðinum eru herbergi sem hægt er að panta fyrir afmælisveislur. „Við höfum trú á að þetta sé gaman fyrir alla. Undanfarna daga hafa vinir og vandamenn fengið að koma og skoða og allir ganga skælbrosandi héðan út.“ Ævintýragarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 4 og hægt er að fá fleiri upplýsingar á vefsíðunni www.aevintyragardurinn.is. - áp Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. Ævintýragarðurinn er skemmtigarður fyrir börnin í bland við kaffihús fyrir foreldrana. „Okkur fannst vanta eitthvað í líkingu við þetta hingað heim til Íslands. Athvarf þar sem bæði foreldranir og börnin geta skemmt sér saman óháð veðri, enda er varla hægt að reiða sig á það hér á Íslandi,“ segir Hrefna Björk en þetta er í fyrsta sinn sem hún og Bjarni fara í rekstur á borð við þennan. Hrefna hefur verið að sjá um framleiðslu á gamanþáttum Steinda JR og Bjarni er gítarleikari rokksveitarinnar Mínus. „Við sérpöntuðum flott leiktæki frá Kína og erum með leiksvæði fyrir alla aldurshópa.“ Staðurinn skiptist í leiksvæði fyrir krakkana með hoppukastala, rennibrautum, boltalandi og fleiri leiktækjum. Einnig er kaffihús þar sem foreldrarnir geta slappað af og vafrað á netinu og 70 fm leiksvæði þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti foreldranna. Í Ævintýragarðinum eru herbergi sem hægt er að panta fyrir afmælisveislur. „Við höfum trú á að þetta sé gaman fyrir alla. Undanfarna daga hafa vinir og vandamenn fengið að koma og skoða og allir ganga skælbrosandi héðan út.“ Ævintýragarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 4 og hægt er að fá fleiri upplýsingar á vefsíðunni www.aevintyragardurinn.is. - áp
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira