Guðrún Gróa skiptir körfunni út fyrir kraftlyftingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Guðrún Gróa hefur skilað körfuboltaskónum og mun nú einbeita sér að því að keppa í kraftlyftingum.fréttablaðið/anton Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“ Innlendar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“
Innlendar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira