Guðrún Gróa skiptir körfunni út fyrir kraftlyftingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Guðrún Gróa hefur skilað körfuboltaskónum og mun nú einbeita sér að því að keppa í kraftlyftingum.fréttablaðið/anton Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“ Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“
Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira