Erlent

Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook

Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie.

Sjálfur segir Rushdie að þessi krafa sé fáránleg og kallar stjórnendur Facebook hálfvita. Enginn þekki hann sem Ahmed Rushdie.

Deilan hófst þegar Facebook sannreyndi að það væri í raun rithöfundurinn sem ætti þessa síðu. Rushdie sendi þeim þá mynd af vegabréfi sínu þar sem hið rétta nafn hans kom fram.

Rushdie varð heimsþekktur fyrir bók sína Sálma Satans en vegna hennar varð hann réttdræpur meðal múslima.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.