Körfubolti

James Bartolotta kemur aftur til ÍR-inga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Bartolotta.
James Bartolotta. Mynd/Arnþór
ÍR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við bakvörðinn Andrew Brown sem var til reynslu hjá liðinu í haust. Í stað hans kemur hinsvegar James Bartolotta sem lék með liðinu í síðari hluti tímabilsins í fyrra. ÍR-ingar mæta því sterkir til leiks í Iceland Express deildina í körfubolta í vetur.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu góð tíðindi þetta eru. Jimmy er frábær leikmaður og félagi. Átti marga góða leiki sl tímabil með ÍR og gladdi augað með góðum leik. Hann er væntnlegur til landsins á allra næstu dögum og nær því að taka þátt í lokaundirbúningi liðsins fyrir komandi átök," segir í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum.

James Bartolotta er 25 ára gamall bakvörður sem var með 21,6 stig og 3,6 stosðendingar að meðaltali í 14 leikjum með ÍR-ingum í fyrra. ÍR vann átta þessara leikja og í þeim var Bartolotta með 23,6 stig og 5,3 stoðsendingar í leik auk þess að hitta 45 prósent þriggja stiga skota sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×